miðvikudagur, 21. nóvember 2012

ég veit ég veit...

...Hong Kong blogg tvö lætur aðeins bíða eftir sér...
ástæðan er sú að síðustu daga og aðalega í dag er ég með hjartað í hálsinum...og á erfitt með að draga andann...allt út af Ba-stressi...mér finnst ég vera að drukkna...mig vantar fleiri klukkutíma í sólarhinginn...og bara almennt meira overskud! 
Það eina sem kemst að hjá mér í mínum yfirfulla heila...ekki það að það séu endilega gáfur ég myndi frekar kalla þetta graut...er þessi blessaða ritgerð...
ég vakna með auka hjartslátt...ég sofna með auka hjartslátt...svo ekki sé minnst á samviskubitid ef ég elda matinn, fer í leikfimi, tala í símann, leyfi mér að borða án þess að gera það yfir skóla bókunum, að skrifa þetta núna og svona mætti lengi telja...ég vona að þetta vari við í stuttan tíma og beisiklí fljúgi út í veður og vind sem fyrst! 
Stressið er óvelkominn gestur!

fimmtudagur, 15. nóvember 2012

Hong Kong nr. 1


Ég hef átt mér draum í nokkuð mörg ár...þessi draumur var í flokki þeirra drauma sem maður á en heldur að verði aldrei að raunveruleika....Draumurinn var að komast til Hong Kong...afhverju ég hafði þann draum get ég ekki sagt neitt um...ég vaknaði bara einn daginn með þann drauminn...Þetta nefni ég við Magnus fyrir einhverjum árum síðan og hefur hann minnst á þetta af og til...ég var ekkert mikið að kippa mér upp við það þar sem þessi draumur var jú einn af þeim sem verða ekki að veruleika...það hélt ég alveg þangað til Magnusinn hringdi í mig í sumar og tilkynnti mér: You got mail! já þetta var alveg svoleiðis...því meili fylgdi flugmiði fyrir MIG til Hong Kong...já ok...bíddu...WHAT!
12 oktober var lagt í hann...med spennu meira segja mikla spennu í mallanum...Vid flugum seinnipart kvölds og millilentum í Helsinki (Þá get ég loksins sagt að ég hafi komið til Finnlands og nei ég náði ekki að fara í gufu) og svo beina leið (bara tíu tímar) til Hong Kong...
Við vorum að lenda um 14 á Kínatíma...25 gráður...sem sagt sviti á efrivör á bibbumælikvarða...næst var að koma sér á hótelið...samgöngur í Hong Kong eru ekkert slor...við tókum bus frá flugvellinum niður í bæ....við *hóst* ég, hafði ekki alveg gert mér grein fyrir því að götur í Hong Kong eiga eftirnafn eins og ég á Magnúsdóttir eiga göturnar í HK td. Central, east eða west...einhverskonar byrjendamistök kýs ég að kalla þetta...en allavega þetta varð til þess að við vöfruðum um í klukkutíma með allan farangurinn á bandvitlausri götu...og það má bæta því við að það eru ekki mörg undirgöng í Hong Kong (allavega sá ég tvö) en það er rosa mikið af “yfirgöngum” sem hjálpa manni að komast yfir stórar götur...það var ekstra hressandi með farangurinn...gott að Gnúsinn minn er ofurmenni! 

Hérna sést í smá hluta af "yfirgöngum"
      

 
...en að sjálfsögðu endaði Pollýanna og ofurmennið á því að finna hótelið með smá hjálp frá mjög svo góðhjörtuðum Hongkongingi...spurðum hann til vegar og hann labbaði með okkur í 15 mín og fylgdi okkur upp að dyrum...svona eru hongkongarnir gestrisnir! Þar með var fyrsta tilgáta mín um kínverja jörðuð!
 

Hótelið var dásemd...snögg sturta...og svo var ekki seinna vænna en að koma sér út af því aftur og skoða umkverfið, allt það sem við náðum ekki að njóta í hótelleitinni...
Ég get alveg viðurkennt það að ég varð ástfanginn á núll einni...og það svona alveg...VÁ....hvað er að frétta!


Þetta er garður sem var hliðina á hótelinu okkar


 Við röltum upp Hollywood road sem var nokkrum götum frá því þar sem við bjuggum. Við sem sagt bjuggum í hverfi sem nefnist Soho og er hluti af Central hverfinu á  Hong Kong eyjunni! Hong Kong er sem sagt bæði Hong Kong Island (þar sem við bjuggum) og svo hluti af meignlandinu. Við fengum okkur snæðing og svo fengum við aðeins nasaþefinn af næturlífinu í HK...



Þarna erum við komin á víetnamskan veitingastað




Það var mikið af svona almenningssvæðum þar sem fólk hafði það huggulegt og við settumst á bar sem lá við þetta hérna að ofan og fengum okkur bjórsopa...þó var ekki mikið af kröftum eftir í ofrumenninu og pollýönnu svo við fórum frekar snemma í bólið þetta kvöldið til að geta tekist á við ævintýri morgundagsins. 
Kvöld útsýnið

Morgundagurinn var sem sagt sunnudagur...palemo og kaffi í morgunmat (eins og alla hina dagana)

...og svo var stefnan tekin á útsýnis rútuna til að við gætum fengið smá yfirsýn yfir hin ýmsu hverfi og hvað það væri sem okkur langaði að sjá...Við röltum því niður á höfn og meðfram vatninu þangað til við komum að rútunum...á leiðinni urðu á vegi okkar, fiskimenn, fullt fullt af filipínskum konum í hópum sem sátu út um allt...undir brúm...ofan á brúm...bara allsstadar...við erum ekki enn búin að komast af því hvað þeirra hlutverk var en eitt gisk hljómar...atvinnuleit...
Við tókum svona hop on og off bus...og ákváðum að hoppa úr í einu hverfi sem okkur leyst rosa vel á...og heitir Casway bay...þar kíktum við í búðir og reyndum að gapa ekki of mikið (það gæti þótt dónalegt í kína) yfir öllum dýru búðunum...Gucci, Prada, Armani...name it....þarna eyddum við sem sagt restinni af eftirmiðdeginum og fórum svo aftur í heim til Soho. Við fengum okkur kvöldhressingu og röltum um hverfið okkar...meðal annars eru rúllutröppur utandyra sem bera mann upp á hæð...Soho hverfið er mikið hallandi og því dásemd að hafa svona...við enduðum síðan á sama stað og kvöldið áður í einn bjór fyrir svefninn...á dagsskránni daginn eftir var nebblega strandferð! bíðið spennt!
p.s. mér finnst hálf vandræðalegt að vera að reyna að koma þessu niður á blað...af því að svo mikið af þessu öllu saman er upplifunin og stemningin og bara að vera peð milli allra þessara yfirþyrmandi bygginga og vera að upplifa menningu sem maður er ekki vanur....það er svo erfitt að miðla því áfram...þannig að það skiljist á þann hátt að maður vilji að það skiljist...skiljiði? 
en ég skal gera heiðarlega tilraun til að koma þessu frá mér svo þetta hljómi ekki sem leiðinlegt ferðalag því það var það svo alls ekki...þetta var besta ferðalag sem ég hef farið í...hingað til...og er það kannski þess vegna sem mér finnst erfitt að koma því frá mér...en ég ælta ekki að drepa ykkur með allt í einu innleggi og hætti þess vegna hér...þangað til á morgun! To be continued!


 

fimmtudagur, 8. nóvember 2012

Hverdsagsleikinn í hávegum hafður!

Ég er búin að fá þennan heim...loksins... 



Hann er kominn á fullt í vinnu eins og áður var...sem sagt til 23 á hverju kvöldi og ég "dunda" mér með bros á vör (lesist hatursaugu) við ba-ritgerðina á meðan...

...í kvöld fer ég að vinna...á barnasímanum...nema hvað...ég var beðin um að vera yfir annari sem er að fara á sína fjórðu vakt!... ég á sem sagt að vera með eina i oplæring eins og maður segir það á fallegri dönsku...ég reyndi að koma mér undan því með því að segja að mér fannst ég ekki alveg tilbúin til þess...og það er true story...því var sem sagt ekki tekið sem giltu svari svo þá er ekkert annað að gera en að demba sér út í það...

...svona ykkur að segja...
...þá kætir vinnan mín mig oft, oftar, oftast...en gerir mig líka stundum leiða...
...stundum fer ég að hlæja af því börn og unglingar geta verið sniðugir, skemmtilegir og með ímyndunarflug sem ég stundum gapi yfir!  En svo eru líka börnin og unglingarnir sem eiga mjög erfitt...og það eru því miður svo margir sem eiga engann og þá meina ég engann sem þau geta talað við um hvað þeim er illt í hjartanu! mér finnst það alltaf jafn sorglegt og hugsa á sama tíma...VÁHÁ hvað ég er heppin...ég á yndislega fjölskyldu (meira segja stærri en margir) yndislega vini og síðast en ekki síst yndislegan kærasta...
...það gefur mér stundum sting í hjartað að hlusta á það hvað sum börn og unglingar þurfa að lifa með/við en á sama tíma fyllist ég stolti og svo mikilli gleði að hjartað næstum springur og ég brosi hringinn af því að bara það að hlusta á þau og gefa þeim leyfi til að vera þau og enginn annar gefur þeim oft von...von um betra líf...stundum þurftu þau bara að segja þetta við einhvern og að ég fái tækifæri á að vera þessi einhver er ég svo þakklát fyrir! 
Og svo kvarta ég yfir BA skrifum sem ég valdi mér sjálf...ég er hér með hætt því:)

Þá fékk ég smá létt af hjartanu mínu!

knús yfir hafið elskurnar myndirnar og Hong Kong ferðasaga er totally næst á dagskrá 

miðvikudagur, 31. október 2012

allt á fullu

Bibban er busy þessa dagana...mega busy í Ba ritgerðar smíðum.... 
Það styttist óðum í 19 desember og gefur það mér smá sting í magann og ört bankandi hjarta...
en þetta hefst allt á endanum og ég veit bara að ég á eftir að hafa mikið að gera og það er líka ágætt þá verður biðin eftir jólunum þar af leiðandi styttri. 
...Við komum heim 20 december og förum aftur 3 janúar...
Það er magnað hvað maður vinnur alltaf best undir pressu...sama hvað maður setur sér af markmiðum maður endar alltaf á því að koma sér í smá stress...you gotta lov it!

Hér er komið haustveður og þá er alltaf gott að elda súpur...ég prófaði þessa um daginn og hún var dásaemd ein...auðdveld og meinholl...
*Verði ykkur að góðu*



miðvikudagur, 24. október 2012

Draumur í dós!

Jæja þá er Bibban komin heim frá Kínalandinu, reynslunni ríkari má segja. 
Hong Kong ER magnaðasta borg sem ég hef komið til á annars stuttri æfi minni!
Ég ætla pottþétt þangað aftur...sem allra allra fyrst! 
Já, það er sko óhætt að segja að ég (& Magnus) erum blown away!!!



Vid lentum í allskonar ævintýrum og tókum yfir 500 myndir. Það kemur ferðasaga og myndir inn við fyrsta tækifæri. Svo bíðið spennt:)

后来

fimmtudagur, 11. október 2012

Á morgun segir sá lati!

En ég segi á morgun fer ég til Hong Kong!
Ég get eiginlega ekki beðið. 
Það verður yndislegt:
- að upplifa eitthvað alveg nýtt
- að hugsa ekki um Ba ritgerðina (vonandi)
- að þurfa að nota sólgleraugu 
- að drekka bjór & horfa á fólkið
- að fara á ströndina
- að vera í sandölum & sumarkjól
- og mest best að eiga kærastann alveg út af fyrir sig í 8 daga

Ég á eftir að koma endurnærð og húðlituð til baka þangað til hafið það gott & fariði vel með ykkur!

Bibban

mánudagur, 1. október 2012

bara 11 dagar!

Photo: Hong Kong nálgast:) http://instagr.am/p/QPaIsynUyt/
kìna visum sent af stad!